About Tour
Price/Information

DREKKTU Í ÞIG MENNINGU

Menningar- og markaðsferð til Vilinius frá 3-6 mars 2018

Fyrstu helgina í mars á hverju ári fyllast stræti, torg og götur í Vilinius af menningu þar sem Kaziukas markaðurinn er haldinn þá. Markaðurinn hefur verið haldinn í aldanna rás þar sem þú getur týnt þér á meðal fólks og verslað gjafavörur eins og enginn er morgundagurinn.

Við erum með ferð til Vilinius á þessum sama tíma og bætum um betur

Laugardagur

Reykjavik – Vilnius 

Beint flug frá Keflavík með Wizz air kl.19:10-00:5
Rútan keyrir okkur á hótel (ca.7 km). Vilnius er einstaklega falleg borg með merka sögu, lágreist múrsteinshús og glæstar barokk- byggingar. Ekki má gleyma Gediminas kastala.  Eftir komuna  á hótel mun fararstjórinn bjóða upp á stutta bæjarferð með  leiðsögn fyrir þá sem vilja. Síðan verður frjáls tími til að ganga um götur bæjarins,  á Kaziukas markað, fá litháískan bjór og jafnvel smakka litháiska rétti.  

Gist verður á snyrtilegu 4 ****   hóteli.

Sunnudagur

Skoðunaferð  til Trakai
Komið til Trakai fyrrum höfuðborgar stórhertogadæmisins Litháen með frægum kastala úti á tanga á Galvé vatni. Trakai er örugglega mest heimsótta borgin í landinu og áhugaverðasti ferðamannastaðurinn. Trakai er aðeins í 20 km. fjarlægð  vestur af Vilnius. Kastalinn var byggður úti á vatninu með síki allt um kring til að tryggja öryggi íbúa. Kastalinn hefur langa sögu en var upphaflega byggður árið 1410 sem varnarvirki. Honum var breytt í bústað  Grand Dukes af Litháen og síðar varð hann fangelsi.  Eftir þetta féll Trakai kastali  í varnrækslu  sem varði til 1962 þegar ríkisstjórn Litháen ákvað að endurnýja hann. Eftir þessa heimsókn komum aftur til Vilnius og væri gaman að ljúka deginu saman með kvöldverði  og skemmtun. 

Mánudagur

Frjáls dagur í Vilnius
Í dag er frjáls dagur í Vilnius. Verður frjáls tími til að ganga um  bæinn,  fyrir konur er mælt með SPA slökun eða versla. Allir litlir notalegir verslanir eru staðsett á aðalgötum  Gedimino Prospektas  og Pilies gatve. Þetta eru göngugötur í miðbænum. Stórar verslanir eins og EUROPA http://www.pceuropa.lt/(opið til  kl.21.00), OZAS  http://ozas.lt/H&M http://www.hm.com/lt/ og PANORAMA http://www.panorama.lt/ eru opnar til kl 22.00 öll kvöld og eru ca. 1,5-2 km. frá miðborginni.  Gott úrval veitingastaða og kaffihúsa er í bænum og ekki má gleyma  Kaziukasmarkaðnum sem er á aðaltorginu við Vilniaus Katedra með úrval af gjafavöru og góðgæti.

Þríðjudagur

Heimferð: Vilnius – Reykjavik

Eftir morgunverð er farið með rútu út á flugvöll og ´siðan er beint flug frá Vilnius kl. 15:55.
Lent í Keflavík kl. 18:25.

Ferðin

Verð: 87.650,- ISK  á mann í tvíbýli.                          
Aukagjald fyrir einbýli er:  25.000,-ISK
Flug með WIZZair hægt að bóka á netinu . Verð ca. 40.000,- ISK.  https://wizzair.com/#/    Innifalið: 

  • Ferðir milli flugvallar og hótels
  • Gisting í 2ja manna herbergum með baði, á 4 **** hóteli
  • Morgunverður 
  • Skoðunarferð til Trakai
  • Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið: 

  • Flug með WIZZair til Vilnius og flugvallarskattar
  • Forfalla- og ferðatryggingar
  • Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. Hádegis- og kvöldverðir. Þjórfé