About Tour
Price/Information

LITHÁEN ALLA LEIÐ!

8 daga borgarferð til Litháen

Dagur 1/ laugardagur  Koma
Lendum upp úr miðnætti 00:30 í Vilnius þaðan sem farþegum verður ekið á 4****  hótel í miðbæ Vilnius.

Dagur 2/ sunnudagur Vilnius
Gönguferð með leiðsögn um elsta hluta Vilnius þar sem skoðað verður: Dómkirkjutorgið, Gediminas kastali, Kirkja heilagrar Önnu, Háskólinn í Vilnius, handverksgatan Pilies, Bernardinargarðurinn, Ráðhústorgið og Asrosborgarvirkishliðið o.s.fr.
Litháisk bjórkynning og kvöldverður.

Dagur 3/ mánudagur Borgirnar Trakai og Kaunas
Eftir morgunverð er ekið til Trakai fyrrum höfuborgar Litháen. Þessi borg á ríkulega sögu sem rekur sig allt til 14. aldar. Safn til sögu Trakai skoðað.
Þá er ekið til Kaunas, annarrar stærstu borgar Litháen. Kvöldverður og gisting á 4**** Kaunas hóteli.

Dagur 4/ þriðjudagur Panemunekastalahæðin og Ventes- höfði
Fyrir hádegi er gengið um miðborg Kaunas. Þaðan verður ekið eftir bökkum árinnar Nemunas með stuttum stoppum við kastala og hallir. Einnig verður heimsótt og skoðuð fyrsta fuglamerkingastöð Evrópu á Ventes höfða sem stendur við árósa Nemunas. Um kvöldið verður komið til Klaipeda og gist þar á 4****hótelinu Dunetton.

Dagur 5/ miðvikudagur Kursiu Nerija sandrifið
Eknir ca. 50 km eftir Kursiu Nerija- sandrifinu sem er á hemsminjaskrá UNESKO fyrir náttúrufegurð. Á þessum slóðum njótum við sandhóla og sjávarstrandar sem er engu lík auk lítilla þorpa með einstökum arkítektúr. Í ferðinni verður boðið upp á reyktan fisk að hætti heimamanna. Gist á sama hóteli í Klaipeda.

Dagur 6/ fimmtudagur Palanaga
Dagsferð til Palanga sem iðar af lífi og er stærsta sólaströnd Lítháen. Þar er einnig að finna frægt safn með hlutum og skautmunum úr rafi. Hús safnsins á einnig sína sögu. Notaleg stund seinni part dags á ströndinni. Aftur gist á sama hóteli í Klaipeda.

Dagur 7/ föstudagur Plateliaivatn og Vilnius
Á leiðinni til Vilnius skoðum við Plateliaivatn og heimsækjum Kaldastriðssafnið, Šaltojo karo muziejus sem var herstöð rússa á dögum Kaldastríðsins. Kvöldverður og gisting á 4**** l hótelinu.

Dagur 8/ laugardagur Vilnius og brottför
Heill, frjáls dagur í Vilnius. Rútuferð á flugvöllinn og brottför um kvöldið.

 

 

Verð á mann m.v. 16-18 manna hóp : 185.000,-kr. á mann í tvibýli.
Verð á mann m.v. 10-13 manna hóp:  196.600,- kr. á mann í tvibýli
Aukagjald fyrir einbýli er  35.000,- kr.

INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR

-Gisting í 2ja manna herbergjum  á  4*/3* hótelum  í 7 nætur
-7 x morgunverðarhlaðborð Íslensk-litháisk fararstjórn – Jurgita S.
-Rútuferðir og transfer  til og frá flugvelli
-Skoðunarferðir: Gediminas kastali /Trakai kastali / Safn kalda stríðsins

EKKI INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR

-Beintflug með WIZZair, flugvallaskattar, 20 kg taska
-Hádegis- / Kvöldverðir Forfallatrygging
-Vín- eða bjórsmökkun Þjórfé