
Kría Travel
Kría Travel var stofnað árið 2007 og höfum við öðlast mikla reynslu af skipulagningu ferða til Íslands sem og til Litháen. Við störfum með hótelum, farfuglaheimilum, ferðaþjónustuaðilum, Europcar bílaleigunni, rútufyrirtækinu Teitur, og flugfélögunum Wow Air og Icelandair.
Við þekkjum landið vel, kosti þess og hættur, veðrið og hvenær er best að skipuleggja ferðir, matargerð, menningu og menntun. Þar sem við erum staðsett á Íslandi höfum við að sjálfsögðu forskot. Við getum tekið á móti gestum okkar við komu þeirra og farið yfir öll atriði ferða þeirra sé þess óskað.
Áreiðanleiki, víðtæk þekking, skipulag, faglega þjónusta leiðsögumanna og öruggt ferðalag er hluti af skýrri stefnu okkar.
Hafðu endilega samband og við gerum ávallt okkar allra besta til að þjónusta þig. Reynslan okkar tryggir að þú munt eiga frábæran tíma á Íslandi.

Dagsferðir

Ferð með leiðsögn

Tómstundir
